Vinir
íslenskrar náttúru
Mynd: Sigurður H. Magnússon
VÍN leggur áherslu á að koma í veg fyrir skaðleg áhrif ágengra og framandi tegunda í íslenskri náttúru. Skráðu þig til að fylgjast með starfinu og taka virkan þátt í því ef þú vilt. Engin félagsgjöld eru innheimt.

21. október 2023 | Ingibjörg Svala Jónsdóttir
Skógrækt er ekki alltaf sjálfsögð sem loftslagsaðgerð
„Ég skora á yfirvöld og sveitarfélög að endurskoða aðgerðaráætlanir sínar og skipulag um landnýtingu með það í huga að stöðva ósjálfbæra skógrækt í nafni loftslags,“ skrifar Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor í vistfræði. „Ef ekki er rétt að málum staðið er hætt við að ný og oft ófyrirséð vandamál skapist.“

21. október 2023 | Sigfús Bjarnason
Grænþvottur Stjórnarráðsins
„Ef sömu rök væru notuð við gerð fjárlagafrumvarpa væri það hliðstæða þess að ríkissjóður væri talinn í jafnvægi ef útgjöld ársins væru jafn mikil og samanlagðar tekjur næstu 50 ára.“
Fróðlegt í fjölmiðlum
Skógrækt er ekki alltaf sjálfsögð sem loftslagsaðgerð
„Ég skora á yfirvöld og sveitarfélög að endurskoða aðgerðaráætlanir sínar og skipulag um landnýtingu með það í huga að stöðva ósjálfbæra skógrækt í nafni loftslags,“ skrifar Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor í vistfræði. „Ef ekki er rétt að málum staðið er hætt við að ný og oft ófyrirséð vandamál skapist.“
Grænþvottur Stjórnarráðsins
Sigfús Bjarnason skrifar um kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins. „Ef sömu rök væru notuð við gerð fjárlagafrumvarpa væri það hliðstæða þess að ríkissjóður væri talinn í jafnvægi ef útgjöld ársins væru jafn mikil og samanlagðar tekjur næstu 50 ára.“
DV (eyjan:is) 2. september 2023
Grenitrjáablæti
Óttar Guðmundsson skrifar: Isavia hefur krafist þess að greniskógurinn í Öskjuhlíð verði felldur eða grisjaður vegna flugöryggis. Margir hafa orðið til að mótmæla og talað um mikilvægi og fegurð þessa útivistarsvæðis. Venjulega er þar á ferð fólk sem aldrei hefur gengið á þennan torfæra hól í miðborg Reykjavíkur.
Á liðinni öld gekk yfir landið mikið skógræktaræði …
Tímabært að endurskoða nýtingu Öskjuhlíðar burtséð frá flugöryggi
Kristbjörn Egilsson líffræðingur segir tímabært að endurskoða skóglendið í Öskjuhlíð. Skógurinn sé dimmur og illa hirtur. Fyrir áratug var efnt til samkeppni um framtíðaruppbyggingu svæðisins, hægt væri að nýta þær tillögur sem lausn á málinu.

Tröllin móta sjóndeildarhringinn. Mynd: Andrés Arnalds
Nýtt frá VÍN
Látinn er kær félagi og samstarfsmaður í nærri hálfa öld. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg samskipta minna við fræði- og forstöðumanninn
Jón Gunnar. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar hann fór til starfa á Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Síðan áttum við mikil og góð samskipti í áratugi, báðir forstöðumenn stórra ríkisstofnana í umhverfisgeiranum. Jón Gunnar var alltaf vel liðinn af starfsfólki þeirra stofnana er hann stýrði eins og kom fram í árlegum könnunum um árangur ríkisstofnana.
Hann var hafsjór af fróðleik um náttúru- og umhverfisvernd á innlendum og alþjóðlegum vettvangi og var stálminnugur. Hann var afar ritfær og skrifaði fallegt íslenskt mál og einkar vel skrifandi á ensku.
Þegar við höfðum báðir látið af störfum sökum aldurs sem forstöðumenn ríkisstofnana tókum við höndum saman með Andrési Arnalds við baráttuna
fyrir stóraukinni náttúruvernd hér á landi. Við vorum rækilega studdir af hópi vísindafólks frá mörgum fræðigreinum. Okkur sveið hvað náttúra landsins er
hart leikin af hömlulausri skógrækt og ferðamennsku. Við stofnuðum
því almannaheillafélagið Vinir íslenskrar náttúru, VÍN. Þar var Jón Gunnar fremstur íflokki, harðduglegur og útsjónarsamur með víðtæka reynslu af stjórnsýslu og lögum um náttúruvernd. Þegar hér var komið sögu var hann orðinn mjög veikur og þurfti að fara í erfiðar blóðskiljunarmeðferðir þrjá daga vikunnar. Með einstakri alúð og hjálpsemi Margrétar, eftirlifandi eiginkonu sinnar, tókst honum að vinna langan vinnudag hina fjóra daga vikunnar. Hann tók veikindum sínum af einstæðu hugrekki og þrautseigju. Vinnuafköstin voru ótrúlega mikil og vinnubrögðin öguð og skipulögð. Nú er skarð fyrir skildi hjá okkur félögunum í VÍN þegar foringinn er fallinn frá. Hans skarð verður trauðla fyllt, en við sem eftir stöndum verðum að standa þéttan vörð um íslenska náttúru. Það er hart sótt að henni sem aldrei fyrr og lítið um varnir hjá hinu opinbera. Náttúruvernd er meira og minna munaðarlaus í íslenskri stjórnsýslu.
Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir áralangt heilladrjúgt samstarf og samskipti. Jón Gunnar er einn minnisstæðasti persónuleiki sem ég hef kynnst. Mér var heiður að fá að starfa með honum og eiga við hann samskipti um áratugaskeið.
Margrét, fjölskyldur, ættingjar og vinir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvistanna við hann. Ég bið þeim
Guðs blessunar og votta þeim mína dýpstu samúð.
Sveinn Runólfsson.
Sjá einnig Hrafnar fylgdu honum í Heimildinni
Hjálmar Waag Árnason verður fulltrúi VÍN á norrænni málstofu um Older people and the climate in the Nordic countries sem haldin verður á Nauthóli þann 27-28. september.
Dagskrá málstofunnar
Skráning á málstofuna
Um verkefnið á vef Environice

Stafafura í birkiskógi. Mynd: Sigurður H. Magnússon