Ísland er fyrirheitna landið
Hlynur Gauti Sigurðsson: „Ísland er fyrirheitna landið. Fjárfestar hafa áttað sig á því og sést það best á ört hækkandi jarðarverði. Vonandi viðhalda þeir matvælaöryggi í landinu. Vonandi er þetta jákvætt skref í nýliðun í landbúnaði. Vonandi dafna sveitir landsins með fleira fólki, fjölbreyttari landbúnaði og nýsköpun. Kolefnisbinding með skógrækt gæti þó verið ástæðan fyrir öllum þessum eignaskiptum.”